30.10.2013 kl. 17:15
Ævar efstur á skákæfingu
Ævar Ákason varð efstu á skákæfingu GM-Hellis norðursvæði sl. mánudagskvöld á Húsavík. Ævar vann allar sínar skákir 4 að tölu. Teflt var eftir monrad-kerfi og voru tímamörkin 20 mín+5 sek á leik.
Staða efstu:
Ævar Ákason 4 af 4
Sigurbjörn Ásmundsson 3
Hlynur Snær Viðarsson 3
Hermann Aðalsteinsson 2
Jón Aðalsteinn Hermannsson 2
Heimir Bessason 1
Eyþór Kári Ingólfsson 1
Næsta skákæfing verður að viku liðinni.