Ævar vann B-flokkinn á netmóti Goðans 2010-11

Ævar Ákason (akason) vann B-flokkinn á netmóti Goðans 2010-11 sem lauk nú í vikunni.
Ævar fékk 18 vinninga af 20 mögulegum. Jón Hafsteinn Jóhannsson (nonni) varð í öðru sæti með 17,5 vinninga og Andri Valur Ívarsson (andriv) varð þriðji með 14 vinninga. Mótið fór fram á gameknot.com.

Framsýnarmótið 2010 012

                       Ævar Ákason.

Lokastaðan í B-flokki.

1. akason   1/1 0/1 1/1 1/1 1/1 1/1 1/1 1/0 1/1 1/1   18
2. nonni86 0/0   1/1 1/1 1/1 ½/1 1/1 1/1 1/1 1/1 1/1   17.5
3. andriv 0/1 0/0   1/1 0/1 1/0 1/1 1/1 1/1 1/0 1/1   14
4. hallurbirkir 0/0 0/0 0/0   1/0 1/1 1/1 1/1 1/1 1/1 1/1   13
5. hermanna 0/0 0/0 0/1 1/0   1/0 1/0 1/1 1/1 1/1 1/1   12
6. globalviking 0/0 0/½ 1/0 0/0 1/0   1/1 0/1 1/1 1/1 1/0   10.5
7. hlussi 0/0 0/0 0/0 0/0 1/0 0/0   1/0 1/1 1/1 1/1   8
8. arniga 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/1 1/0   1/1 0/0 1/1   6
9. bjossi 1/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0   1/1 1/1   5
10. benedikt 0/0 0/0 1/0 0/0 0/0 0/0 0/0 1/1 0/0   0/1   4
11. bearmonster 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 1/0 0/0 0/0 0/0 0/1     2

Keppni í A-flokki stendur enn yfir og er Páll Ágúst Jónsson efstur með 13 vinninga af 16 mögulegum og er búinn að tryggja sér sigur í A-flokknum. Sigurður Jón Gunnarsson og Smári Sigurðsson eru jafnir í 2-3 sæti með 10,5 vinninga. Jakob Sævar Sigurðsson er sem stendur í 4 sæti með 7,5 vinninga og getur blandað sér í baráttuna um annað sætið því hann á fleiri skákir eftir en Smári og Sigurður Jón.