Alec Elías Sigurðarson
Alec Elías Sigurðarson

Alec Elías Sigurðarson og Heimir Páll Ragnarsson voru efstir og jafnir með 5v í fimm skákum í eldri flokki á æfingu sem fram fór 24. nóvember s.l. Þeir voru einnig jafnir á öllum stigum og töpuðu báðir skák á æfingunni. Skýringin var sú að gefinn var vinningur fyrir rétt svar við skákþraut á æfingunni. Allir í eldri flokknum náðu að leysa hana svo hún hafði ekki áhrif á endanleg úrslit. Alec sigraði hins vegar á æfingunni þar sem hann vann innbyrðis viðureignina við Heimi Pál. Heimir Páll var því annar og þriðji varð Óskar Víkingur Davíðsson með 4,5v. Í yngri flokki voru tefldar sex umferðir og þar var Gabríel Sær Bjarnþórsson efstur með 5,5v. Annar var Ísak Orri Karlsson með 5v og þriðji Birgir Logi Steinþórsson með 4,5. Það voru ekki alveg eins margir með þrautina alveg rétt í yngri flokki en hún hafði samt engin áhrif á úrslitin.

Í æfingunni tóku þátt: Alec Elías Sigurðarson, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Birgir Ívarsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Ísak Orri Karlsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson, Róbert Antionio V. Róbertsson, Arnar Jónsson,   Karitas Jónsdóttir og Þórdís Agla Jóhannsdóttir.