7.10.2009 kl. 23:18
Ármann og Erlingur efstir á æfingu.
Ármann Olgeirsson og Erlingur Þorsteinsson urðu efstir á skákæfingu kvöldsins. Þeir fengu báðir 4 vinninga af 5 mögulegum. Tefldar voru 10 mín skákir.
Úrslit kvöldsins:
1-2. Ármann Olgerisson 4 af 5 mögul.
1-2. Erlingur Þorsteinsson 4
3. Smári Sigurðsson 3,5
4. Hermann Aðalsteinsson 2,5
5. Sigurbjörn Ásmundsson 1
6. Ketill Tryggvason 0
Stúderingakvöld verður haldið á föstudaginn á Húsavík. Stúderingarnar hefjast kl 20:30 í sal Framsýnar-stéttarfélags á Húsavík. Jakob Sævar Sigurðsson stjórnar í þeim. Stúderingunum verður svo framhaldið kvöldið eftir á sama stað.
Vonandi sjá sem flestir félagsmenn sér hag í að koma. H.A.
