20.8.2012 kl. 12:53
Ásgeir og Einar komnir með FM-titil.

Ásgeir Páll Ásbjörnsson og Einar Hjalti Jensson eru búnir að fá FM-titil, (FIDE-Master) en kröfunum sem til titilhafa eru gerðar, uppfylltu þeir nú nýlega með því að rjúfa 2300 stiga múrinn.

Þeir bætast því í hóp 5 annarra félagsmanna sem hafa unnið til titla. Það hafa Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson stórmeistarar gert og Sigurður Daði Sigfússon, Þröstur Árnason og Tómas Björnsson voru með FM-titil fyrir.
