Atkvæðagreiðsla um merki félagsins framlengd.

Vegna dræmrar þátttöku hingað til hefur ritstjóri ákveðið að framlengja atkvæðagreiðsluna um merki félagsins. Aðeins 10 félagsmenn hafa kosið enn sem komið er en kosningarétt hafa allir félagsmenn.

Frestur til að greiða atkvæði, rennur út á næstu skákæfingu félagsins ,sem verður á miðvikudagskvöldið 12 mars nk. Eins og síðast geta félagar greitt atkvæði með því að skrifa athugasemd við þessa færslu eða með tölvupósti til formanns. (ritstjóra)

Tillögurnar birtast þegar þið smellið á : skrá tengd þessari blogg-færslu, hér niðri í vinstra horninu.  H.A.