18.11.2012 kl. 09:56
Atskákmót Íslands. Einar Hjalti komin í úrslit.
Einar Hjalti Jensson er komin í úrslit á atskákmót Íslands en forkeppninni lauk í gær. Stefán Kristjánsson og Davíð Kjartansson urðu efstir með 5,5 vinninga. Það þurfti stigaútreikning til að útkljá hvaða tveir skákmenn myndu fylgja þeim félögum í undanúrslitin. Það voru þeir Einar Hjalti Jensson og Arnar Gunnarsson báðir með 5 vinninga sem urðu hærri á stigum en Bragi Þorfinnsson.
Sjá má öll úrslit og stöðu í undankeppninni á chess-results.com
Undanúrslit Atskákmóts Íslands fara fram í dag í Rimaskóla og hefjast stundvíslega klukkan 15:00. Þar tefla saman Stefán Kristjánsson – Arnar Gunnarsson annarsvegar og Davíð Kjartansson – Einar Hjalti Jensson hinsvegar. Tefldar verða tvær 25 mínútna skákir með sitthvorum litnum.
