myndaalb_m_1_einar_hjaltiAtkákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suðursvæði fer fram mánudaginn 3. nóvember.  Mótið fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verða 6 umferðir með Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótið hefst kl. 19:30. Verði tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verður teflt tveggja skáka hraðskákeinvígi.  Verði jafnt að því loknu verður hraðskákbráðabani. Verði fleiri en tveir jafnir verður tefld einföld umferð, hraðskák. Verði enn jafnt, þá bráðabani. Verði fleiri en tveir jafnir verður tefld einföld umferð, hraðskák. Verði enn jafnt þá bráðabani.

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari GM Hellis er Einar Hjalti Jensson.

Verðlaun:

1. 15.000

2. 8.000

3. 4.000

Þátttökugjöld:

16 ára og eldri: 1000 kr

15 ára og yngri: 500