Baldur Daníelsson varð í kvöld fyrsti hraðskákmeistari Goðans er hann fékk 6 vinninga af 7 mögulegum á hraðskákmóti Goðans. Jóhann Sigurðsson varð annar með 5 vinninga, örlítið hærri á stigum en Ketill Tryggvason sem hreppti þriðja sætið, einnig með 5 vinninga. Tímamörk voru 5 mín á mann og 8 keppendur tóku þátt í mótinu.
Hraðskákmót Goðans 20 desember 2005 á Fosshóli.
1. Baldur Daníelsson 6 vinn (af 7 mögulegum)
2. Jóhann Sigurðsson 5
3. Ketill Tryggvason 5
4. Ármann Olgeirsson 4
5. Hermann Aðalsteinsson 3
6. Halldór Hrafn Gunnarsson 3
7. Hólmfríður Eiríksdóttir 1
8. Ísak Már Aðalsteinsson 1