5.1.2014 kl. 01:20
Barna- og unglingaæfingar GM Hellis í Mjóddinni hefjast aftur eftir jólafrí mánudaginn 6. janúar 2014
Barna- og unglingaæfingar GM Hellis í Mjóddinni hefjast aftur eftir jólafrí mánudaginn 6. janúar 2014. Taflið byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagið verður það sama og fyrir áramót. Þessi fyrsta æfing ársins er aðeins fyrir félagsmenn í Skákfélaginu GM Helli þar sem unnið verður í verkefnahópum að mismunandi æfingum ásamt því að tefla.
Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Engin þátttökugjöld. Inngangur er við hliðina á Subway en salur félagsins er á þriðju hæð hússins. Á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Umsjón með æfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon.
Dæma- og verkefnatíma fyrir félagsmenn byrjuð á laugardaginn og var farið í hróksendatöfl og taktískar æfingar. Þessum æfingum verður svo fram haldið næstu laugardaga.
