1.2.2012 kl. 22:26
Hermann og Smári efstir á janúaræfingamóti Goðans.
Janúaræfingamóti Goðans lauk sl. mánudag þegar síðust skákirnar voru tefldar. Hermann Aðalsteinsson og Smári Sigurðsson urðu efstir og jafnir með 7 vinninga af 9 mögulegum. Umhugsunartíminn var 30 mín á mann og var mótið teflt á 4 mánudagskvöldum í janúar.
Lokastaðan:
1-2. Hermann Aðalsteinsson 7 af 9
1-2. Smári Sigurðsson 7
3-4. Júlíus Bessason 6
3-4. Ævar Ákason 6
5. Snorri Hallgrímsson 5,5
6. Sigurbjörn Ásmundsson 4,5
7-8. Sigurgeir Stefánsson 3
7-8. Hlynur Snær Viðarsson 3
9-10. Sighvatur karlsson 1,5
9-10. Heimir Bessason 1,5
Á Íslenska skákdeginum um daginn voru nýjustu meðlimum Goðans afhentir Goða-bolir eins og allir félagsmenn fá, að undangenginni læknisskoðun, þegar þeir ganga í félagið. Júlíus og Sigurgeir stóðust læknisskoðun með glans.
Hermann formaður afhendir Sigurgeiri Stefánssyni Goða-bolinn.
Því miður náðist ekki mynd af því þegar Júlíus fékk sinn bol.