Síðasta barna- og unglingaæfing Hugins fyrir sumarhlé var haldin 14. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Rayan Sharifa var með 17 stiga forskot á Batel Goitom Haile sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Batel sigraði á lokaæfingunni með 5,5v af sex mögulegum. Hún leysti dæmi æfingarinnar rétt, vann fjóra f fimm andstæðingum sínum og gerði jafntefli við Elfar Inga Þorsteinsson. Síðan komu jafnir með 5v Ótttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa. Að þessu sinni var Óttar Örn stigahærri með 14 stig en Rayan með 12 stig. Röð efstu mann var því þessi Batel, Óttar annar og Rayan þriðji. Þett er röð sem sást nokkuð oft fyrr í vetur í ýmsum tilbrigðum.
Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Elfar Ingi Þorseinsson, Einar Dagur Brynjarsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Viktor Már Guðmundsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Frank Gerritsen, Ívar Örn Lúðvíksson, Árni Benediksson, Wihbet Goitom Haile, Lumuel Goitom Haile, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir og Sigurður Rúnar Gunnarsson.
Eftir lokaæfinguna er Rayan efstur í stigakeppni vetrarins með 57 stig, Batel í öðru sæti með 43 stig og þriðji var Óttar Örn með 34 stig. Verðlaunhafar sem sgt þeir sömu og á æfingunni en röðin önnur. Rayan hefur ekki áður orðið efstur í stigakeppni æfinganna.
Mánudagsæfingar sem eru opnar börnum og unglingum á grunnskólaldri voru uppstaðan í barna- og unglingastarfinu í vetur. Umsjón með þeim æfingum höfðu Alec Elías Sigurðarson og Vigfús Ó. Vigfússon en Erla Hlín Hjálmarsdóttir hljóp í skarið þegar á þurfti að halda. Þessu til viðbótar var boðið upp á aukaæfingar fyrir félagsmenn á þriðjudögum, miðvikudögum og laugardögum þar sem farið var í ýmis grunnatriði í endatöflum, taktik og byrjunum. Rúmlega 90 börn og unglingar sóttu æfingarnar í vetur. Sumir mættu aðeins á fáar æfingar en kjarninn sem sótti æfingarnar mætti afar vel og fengu 14 viðurkenningu fyrir mætinguna í vetur en það voru:
Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Árni Benediktsson, Bynjólfur Yan Brynjólfsson, Viktor Már Guðmundsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Garðar Már Einarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Batel Goitom Haile, Kiril Alexander Igorsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir og Wihbet Goitom Haile
Nú verður gert hlé á Huginsæfingunum í Mjóddinni þangað til í haust þegar þær byrja aftur um mánaðarmótin ágúst – september.