Batel Gotom Haile sigraði í eldri flokknum á Huginsæfingu sem fram fór 18. febrúar sl. og að þessu sinni örugglega með  5v af sex mögulegum. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v og þriðji var Garðar Már Einarsson með 3,5v. Á þessari æfingu brá svo við að allur toppurinn leysti dæmið á æfingunni vitlaust en nokkrir úr neðri hlutanum höfðu það rétt. Dæmið hafði því engin áhrif á lokastöðuna.

Yngri flokkinn vann Kiril Alexander Timoshov með 6v af sex mögulegum. Annar var Lemuel Goitom Hailemeð 4v og þriðji var Tymon Pálsson Pazek með 2v.  Ekki var lagt fyrir dæmi í yngri flokki.

Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Garðar Már Einarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Hersir Jón Haraldsson, Óskar Jón Finnlaugsson, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Kiril Alexander Igorsson, Lemuel Goitom Haile, Tymon Pálsson Pazek og Ignat Timoshov.

Næsta æfing verður mánudaginn 25. febrúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.