7.7.2008 kl. 20:45
Baugaselsmótið 2008. Tómas efstur og Jakob í 3. sæti.
Tómas Veigar Sigurðarson varð efstur á minningarmótinu um Steinberg Friðfinnsson sem haldið var í Baugaseli í Barkárdal í gær (sunnudag). Tómas fékk 10 vinninga af 14 mögulegum. Sigurður Arnarsson náði einnig 10 vinningum, en Tómas hafði betur í einvígi um efsta sætið með 2,5 -1,5
Jakob Sævar varð í 3 sæti með 9 vinninga.
Alls tóku 8 keppendur þátt í mótinu og þar af þrír frá Goðanum.
Tefldar voru hraðskákir (5 mín) allir við alla, tvöföld umferð.
Afar gott veður var í Barkárdalnum og fór mótið fram
utandyra í veðurblíðunni.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Tómas Veigar Sigurðarson Goðinn 10 af 14
2. Sigurður Arnarson S.A. 10
3. Jakob Sævar Sigurðsson Goðinn 9
4. Sigurður Eiríksson S.A 8
5. Sveinbjörn Sigurðsson S.A. 6,5
6. Ari Friðfinnsson S.A. 5,5
7. Haki Jóhannesson S.A. 4
8. Hermann Aðalsteinsson Goðinn 0
Það var Skákfélag Akureyrar sem stóð fyrir mótshaldinu í Baugaseli. H.A.
