17.4.2008 kl. 20:52
Benedikt kjördæmismeistari í skák !
Benedikt Þór Jóhannsson varð í dag kjördæmismeistari í skólaskák fyrir Norðurland-Eystra. Hann sigraði örugglega á kjördæmismótinu sem fram fór á Fosshóli. Hann vann allar sínar skákir. Keppendur voru alls 3. Tefld var tvöföld umferð með 15 mín umhugsunartíma á mann. Úrslit urðu eftirfarandi :
1. Benedikt Þór Jóhannsson 4 af 4 mögulegum
2. Magnús Víðisson 2
3. Daníel Mattíasson 0
Hann hefur því unnið sér keppnisrétt í landsmótinu í skólaskák sem verður haldið í Bolungarvík 24-27 apríl nk. Vegna anna getur Benedikt ekki nýtt sér þennan rétt. Sýslumeistarinn okkar, hann Daníel Örn Baldvinsson, gat ekki tekið þátt í mótinu vegna anna. Því keppti Benedikt einn frá okkur. Stjórn skákfélagsins Goðans óskar Benedikt til hamingju með sigurinn. H.A.
