5.3.2009 kl. 17:05
Benedikt og Hlynur skólameistarar í skák.
Skólaskákmótið var haldið í Borgarhólsskóla í gær. Benedikt Þór Jóhannsson varð skólameistari í eldri flokki með 4 vinninga af 4 mögulegum. Sæþór Örn Þórðarson varð í öðru sæti og Axel Smári Axelsson varð í þriðja sæti
Í yngri flokki varð Hlynur Snær Viðarsson skólameistari. Hann vann allar sínar skákir. Í öðru sæti varð Valur Heiðar Einarsson með 3 vinninga og Snorri Hallgrímsson varð þriðji með 2 vinninga.
Benedikt, Sæþór, Hlynur og Valur verða því fulltrúar Borgarhólsskóla á sýslumótinu í skólaskák. H.A.