Íslandsmót Barnaskólasveita hefst á morgun. Borgahólsskóli sendir lið til keppni.

Íslandsmót barnaskólasveita í skák hefst í Rimaskóla á morgun laugardag.
Borgarhólsskóli á Húsavík sendir lið til keppni.

Lið Borgarhólsskóla skipa þeir:

Hlynur Snær Viðarsson
Snorri Hallgrímsson
Valur Heiðar Einarsson
Ágúst Már Gunnlaugsson

Mótið hefst kl 13:00 á morgun. Telfdar verða 7 umferðir með 15 mín umhugsunartíma á mann.

Á sunnudag verður svo úrslitakeppni á milli 4 efstu liðanna.

Alls hafa 40 lið skráð sig til keppni sem er met þátttaka. Ritstjóri þessara síðu mun fylgja strákunum í keppninni og vonandi get ég sett inn frétt af gengi okkar stráka á morgun. H.A.