29.3.2008 kl. 20:27
Benedikt Þór Norðurlandsmeistari í skák !
Benedikt Þór Jóhannsson varð í dag skákmeistari Norðlendinga í flokki 13-15 ára. Benedikt fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum og varð jafn Ulker Gasanova. Þau háðu einvígi um titilinn og hafði Benedikt sigur. Hann fékk að launum farandbikar til varðveislu næsta árið og einnig eignarbikar.
Benedikt er fyrsti Norðurlandsmeistari félagsins.
Benedikt Þór
Stjórn skákfélagsins Goðans óskar Benedikt Þór innilega til hamingju með sigurinn. H.A.
