19.3.2009 kl. 01:30
Benedikt Þorri skákmeistari Goðans 2009.
Benedikt Þorri Sigurjónsson varð í gærkvöld skákmeistari Goðans 2009. Benedikt Þorri fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Ármann Olgirsson í loka umferðinni. Á sama tíma tapaði Smári Sigurðsson fyrir Pétri Gíslasyni, en Smári hafði hálfan vinning í forskot fyrir loka umferðina.
Benedikt Þorri Sigurjónsson skákmeistari Goðans 2009 !
Úrslit kvöldsins:
Smári Sigurðsson – Pétur Gíslason 0 – 1
Ármann Olgeirsson – Benedikt Þorri Sigurjónson 0 – 1
Rúnar Ísleifsson – Baldvin Þ Jóhannesson 1 – 0
Benedikt Þ Jóhannsson – Ketill Tryggvason 0 – 1
Snorri Hallgrímsson – Hermann Aðalsteinsson 0 – 1
Sigurbjörn Ásmundsson – Sæþór Örn Þórðarson 0 – 1
Skák Sighvatar Karlssonar og Ævars Ákasonar var frestað vegna veikinda Ævars. Óvíst er hvenær hún verður tefld. Þess vegna var ekki hægt að fá fram endanleg úrslit í kvöld, en þó er ljóst að enginn getur náð Benedikt Þorra að vinningum. Amk. 3 aðrir keppendur enda mótið með 5 vinninga.
Sigur Benedikts Þorra á mótinu var frekar óvæntur því hann hafði ekki teflt í mörg ár, þegar mótið hófst, en hann var með 2000 forstig, fyrir mótið. H.A.
Úrslitin í skákþingi Goðans 2009 !
1. Benedikt Þorri Sigurjónsson 5,5 (af 7)
2. Smári Sigurðsson 5 21 stig
3. Pétur Gíslason 5 20,5—-29
4. Rúnar Ísleifsson 5 20,5—-28
5. Ævar Ákason 4,5
6. Baldvin Þ Jóhannesson 4
7. Hermann Aðalsteinsson 3,5 20
8. Ketill Tryggvason 3,5 13
9. Ármann Olgeirsson 3 18
10. Sighvatur Karlsson 3 15,5
11. Benedikt Þ Jóhannsson 2 16 1. sæti yngri fl.
12. Sigurbjörn Ásmundsson 2 13,5
13. Sæþór Örn Þórðarson 2 13,5 2. sæti yngri fl.
14. Snorri Hallgrímsson 1 3. sæti yngri fl.
Smári, Pétur og Rúnar urðu jafnir með 5 vinninga hver í 2-4 sæti. Smári hlaut 2 sætið á stigum, en Pétur Gíslason hreppti 3. sætið eftir þriðja stigaútreikning.