1.4.2014 kl. 01:49
Birgir og Adam sigruðu á æfingu hjá GM Helli
Birgir Ívarsson og Adam Omarsson komu öllum á óvart og sigruðu í fyrsta sinn á barna- og unglingaæfingu hjá GM Helli sem fram fór 31. mars. Birgir vann eldri flokkinn með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Alec Elías Sigurðarson með 4v og þriðji var Halldór Atli Kristjánsson með 3,5v. Í yngri flokki voru Adam Omarsson og Arnar Jónsson efstir og jafnir með 5v af sex mögulegum. Þeir voru einnig jafnir í öllum stigaútreikningum og lentu í í bráðabana þar sem Adam hafði betur og fékk hann fyrsta sætið og Arnar annað sæti. Fjórir voru jafnir með 4v en það voru Baltasar Máni Wetholm, Þórður Hóm Hálfdánarsons og Sævar Breki Snorrason og hér nægði einfaldur stigaútreikningur og hlaut Baltasar þriðja sætið.
Þau sem tóku þátt í æfingunni voru: Birgir Ívarsson, Alec Elías Sigurðarson, Halldór Atli Kristjánsson, Axel Óli Sigurjónsson, Egill Úlfarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Sindri Snær Kristófersson, Ívar Andri Hannesson, Jóhannes Þór Árnason, Stefán Orri Davíðsson, Jón Otti Sigurjónsson, Ólafur Tómas Ólafsson, Alexander Jóhannsson, Adam Omarsson, Arnar Jónsson, Baltasar Máni Wedholm, Þórður Hólm Hálfdánarson, Sævar Breki Snorrason, Birgir Logi Steinþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Gunnlaugur Örn Arnarson.
Næsta mánudag sem er 7. apríl verður páskaeggjamót GM Hellis og hefst það kl. 17.00 eða aðeins fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar og kemur í hennar stað. Páskaeggjamótið verður haldið í sal félagsins í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.