Fjórða umferð á Meistaramóti Hugins var jafn spennandi og sú þriðja með engum stuttum skákum og fáum jafnteflum. Umferðin stóð því fram eftir kvöldi löngu eftir að dansæfingu þjóðdansfélagsins lauk. Þeir skelltu í lás á eftir sér þannig að foreldrar, sem ætluðu að fylgjast með lokasprettinum, komust ekki inn og þurftu að norpa úti í kuldanum dágóða stund þangað til einhver gaf sér tíma til að opna fyrir þeim svo bjallan þagnaði. Þegar orustugný fjórðu umferðar létti þá voru Björgvin Víglundsson og Gauti Páll Jónsson efstir og jafnir með 3,5v eftir sigra í uppgjöri efstu manna. Björgvin vann Óskar Víking Davíðsson sem teigði sig full langt í vinningtilraunum sínum og Gauti Páll snéri Pál Þórsson niður. Í humátt á eftir efstu mönnum koma Kistján Eðvarðsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Vigfús Vigfússon og Óskar Long Einasson sem allir náður hagstæðum úrslitum á mánudagkvöldinu.
Björgvin og Gauti Páll tefldu saman annarri umferð þannig að kemur í hlut Kristjáns og Vigfúsar að tefla við efstu menn í fimmtu umferð. Kristján glímir þá við Björgvin og Gauti Páll við Vigfús. Óskar Long fær svo spreyti sig gegn Vigni Vatnari á þriðja borði. Fimmta umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöldi 3. október og hefst kl. 19.30.
Úrslit 4. umferðar í chess-results.
Pörun 5. umferðar í chess-results.