7.5.2010 kl. 13:13
Björn Þorsteinsson gengur í Goðann !
Björn Þorsteinsson(2283) er genginn til liðs við skákfélagið Goðann ! Hann gekk frá félagaskiptum úr TR í Goðann í morgun. Björn er einn af öflugustu og reyndustu skákmönnum Íslands. Björn hefur orðið Íslandsmeistari í skák tvisvar sinnum, árin 1967 og 1975

Björn Þorsteinsson. Mynd af skák.is
Björn varð Íslandsmeistari í hraðskák árin 1964, 1966 og 1968.
Björn varð einnig Íslandsmeistari öldunga árið 2002.
Hann hefur margoft keppt fyrir íslands hönd á skákmótum erlendis, m.a. með íslenska landsliðnu sem keppti á Ólympíumótum í Búlgaríu, Júgóslavíu, Sviss og tvisvar í Ísrael.
Með komu Björns í Goðann styrkist A-lið Goðans verulega fyrir átökin á Íslandsmóti skákfélaga næsta vetur, en Björn mun tefla á fyrsta borði í A-liðinu. H.A.
