17.11.2010 kl. 10:51
Björn Þorsteinsson vann haustmót eldri borgara.
Æsir, skákfélag eldri borgara í Reykjavík, héldu sitt haustmót í gær. Tuttugu og átta skákkempur mættu til leiks. Það voru tefldar 11 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma. Björn Þorsteinsson sigraði þetta nokkuð örugglega eins og hann hefur gert síðustu fjögur ár.

Björn þorsteinsson tefldi á Framsýnarmótinu um nýliðna helgi.
Björn fékk 10 vinninga, Þór Valtýsson varð í öðru sæti með 8½ vinning. Haraldur Axel Sveinbjörnsson náði þriðja sætinu með 8 vinninga. Össur Kristinsson varð síðan í fjórða sæti með 7½ vinning en hann var sá eini sem vann það afrek að vinna Björn.
Þetta var sterkt og skemmtilegt mót.
Efstu menn.
- 1 Björn Þorsteinsson 10 vinninga
- 2 Þór Valtýsson 8.5
- 3 Haraldur Axel Sveinbjörnsson 8
- 4 Össur Kristinsson 7.5
- 5 Valdimar Ásmundsson 7
- 6-8 Kristján Guðmundsson 6.5
- Gísli Sigurhansson 6.5
- Gísli Gunnlaugsson 6.5
Frétt fengin af skák.is
