26.6.2010 kl. 20:56
Bongó blíða í Mývatnssveit !
Það var 18 gráðu hiti og sólskin í Mývatnssveit í dag þegar sumarskákmót Goðans var haldið í Dimmmuborgum. Borgirnar skörtuðu sínu fegursta. Mótið var haldið á veitingastaðnum Kaffi Borgum og var teflt úti þar sem frábært útsýni er yfir Dimmuborgir.
Glæsilegt útsýni var af skákstað yfir Dimmuborgir.
Alls mættu 6 galvaskir skákmenn til leiks og þar af voru tveir frá Akureyri, þeir feðgar Sigurður Eiríksson og Tómas Veigar Sigurðarson. Tefld var tvöföld umferð af hraðskákum (5 mín)
Sigurður Eiríksson hafði sigur með 9 vinninga af 10 mögulegum !
Efstu menn:
1. Sigurður Eiríksson 9 vinn af 10 mögul.
2. Tómas Veigar Sigurðarson 8
3. Jakob Sævar Sigurðssom 5,5
4. Hermann Aðalsteinsson 4
Aðrir fengu minna.
Heimir Bessason. Bláfjall í baksýn.
Hermann formaður Aðalsteinsson að tafli við Sigurð Eríksson.