1.2.2011 kl. 20:49
Breytt æfinga og mótaáætlun.
Stjórn Goðans samþykkti á stjórnarfundi í gær eftirfarandi breytingar á æfinga og mótaáætlun félagsins. Breyting var gerð á Skákþingi Goðans þannig, að mótið verður haldið helgina 18-20 febrúar og verður það blandað atskák og kappskákmót, 6-7 umferðir eftir þátttöku.
Einnig er búið að ákveða tvö stúderingakvöld gegnum Skype sem Einar Hjalti Jensson stjórnar úr Hafnarfirði. Það fyrra verður 16 febrúar á Húsavík og seinna stúderingakvöldið verður 2 mars einnig á Húsavík.
Æfinga og mótaáætlunin lýtur þá svona út:
2. febrúar Skákæfing Húsavík
9. febrúar Skákæfing Laugar
16. febrúar Stúderingakvöld með Skype Húsavík
18-20 febrúar Skákþing Goðans 2011 Húsavík
23. febrúar Skákæfing Laugar
2. mars Stúderingakvöld með Skype Húsavík
4-5 mars Íslandsmót skákfélaga seinni hluti í Reykjavík
9. mars Skákæfing Laugar
16. mars Skákæfing Húsavík
19. mars Héraðsmót HSÞ 16 ára og yngri Þórshöfn *
23. mars Héraðsmót HSÞ eldri flokkur Laugar (fyrri hluti)
30. mars Héraðsmót HSÞ eldri flokkur Húsavík (seinni hluti)
6. apríl Skákæfing Laugar
8-10 apríl SÞN 2011 Siglufjörður *
13. apríl Aðalfundur Goðans Húsavík *
20. apríl Skákæfing Laugar
23. apríl Páskaskákmót Goðans 2011. *
27. apríl Skákæfing Húsavík (Lokaæfing.)
