3.2.2011 kl. 10:16
Smári efstur á æfingu.
Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu gærkvöldsins sem fram fór á Húsavík. Smári vann alla sína andstæðinga. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsnartíma á mann.
Úrslit kvöldsins:
1. Smári Sigurðsson 5 vinn af 5
2-3. Sigurbjörn Ásmundsson 3,5
2-3. Ævar Ákason 3,5
4. Hlynur Snær Viðarsson 2
5. Valur Heiðar Einarsson 1
6. Sighvatur Karlsson 0
Næsta skákæfing verður að viku liðinni á Laugum.