Framsýnarmótið 2020 fer fram helgina 23 til 25. okóber í Framsýnarsalnum á Húsavík. Mótið er hluti af BRIM-mótaröðinni.

Fyrirkomulag mótsins

Föstudagurinn 23. október klukkan 19:30

1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5

Laugardagurinn 24. október klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Laugardagurinn 24. október klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Sunnudagurinn 25. október klukkan 10: 7.umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30.

Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Skráiningarform

Skráðir keppendur

Eftir mótið verður haldið hraðskákmót með tímamörkunum 3+2. Miðað verður við að það hefjist klukkan 15:00 á sunnudeginum. Sigurvegari hraðskákmótsins fær aukastig í stigakeppninni. Umferðafjöldi ræðst af fjölda keppenda.

Þáttökugjöld: 4000kr.

2000 kr. fyrir 17 ára og yngri

Ókeypis fyrir GM/IM og Hugins félaga 17 ára og yngri

Verðlaunafé í mótinu: (gætu hækkað)

  1. 15.000
  2. 10.000
  3. 8000

Verðlaunasjóður fyrir samanlagðan árangur í mótunum sex:

Heildarkeppnin:

  1. 125.000kr.
  2. 75.000kr.
  3. 50.000kr.

Efsta skákkonan: 33.000kr.

Efstur U1900 skákstigum, júní listinn 2020: 33.000kr.

Efstur 17 ára og yngri: 33.000

Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.

Stigakeppnin virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Stigakeppnir  með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Fjögur bestu mót hvers þáttakanda gilda í stigakeppninni

Það skal tekið skýrt fram að áform um mótshaldið geta breyst verði samkomubann þrengt frá því sem nú gildir.