Dagur Ragnarsson sigraði með fullu húsi 7v af sjö mögulegum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór mánudagskvöldið 27. ágúst sl. Dagur tefldi af öryggi og komst sjaldan í taphætttu og sigurinn var kominn í höfn fyrir lokaumferðina. Í öðru sæti var Gauti Páll Jónsson með 5,5v. Síðan komu jafnir með 4v Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Eggert Hallsson og Atli Jóhann Leósson.
Þorsteinn Magnússon var dreginn í happdrættinu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann og Dagur velji Dominos eða Saffran því verðlaunin gleymdust heima hjá skákstjóranum. Næsta hraðkvöld verður mánudaginn 3. september.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Dagur Ragnarsson, 7v/7
- Gauti Páll Jónsson, 5,5v
- Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
- Jón Eggert Hallsson, 4v
- Atli Jóhann Leósson, 4v
- Ingólfur Gíslason, 3,5v
- Þorsteinn Magnússon, 3v
- Pétur Pálmi Harðarson, 3v
- Björgvin Kristbergsson, 3v
- Óttar Örn Bergmann Sigfússon, 2,5v
- Hjálmar Sigurvaldason, 1,5v
- Hörður Jónasson, 1v
Lokastaðan í chess-results: