Fidemeistarinn Davíð Kjartansson(Icehot1) sigraði á 20. Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í kvöld, en hann hlaut 10 vinninga í 11 umferðum; hann tapaði aðeins einni skák, fyrir Arnaldi Loftssyni (Sonofair) og vann allar hinar tíu! Davíð er lang sigursælasti netskákmaður landsins, enda hefur hann nú unnið titilinn sex sinnum, eða lang oftast allra!

Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (Champbuster) varð í öðru sæti með 9.5 vinninga og Fidemeistarinn Róbert Lagerman (DONSANTA) þriðji með 8 vinninga.

Stórmeistari kvenna Lenka Ptácníková (velybra) sigraði örugglega í kvennaflokki með 6 vinninga, en þvi miður var ekki fleiri keppendu til að dreifa í þeim flokki.

Öldungurinn grjótharði, Jón Kristinsson (uggi) sigraði afar örugglega í öldungaflokki með 6,5 vinninga og Ögmundur Kristinsson (Cyprus) varð í öðru sæti með 5 vinninga, steinsnar á undan Sigurði Eiríkssyni (Haust) eftir stigaútreikning.

Tvíburarnir og TR’ingarnir efnilegu Björn– (broskall) og Bárður (Bardur) Birkissynir sigruðu í flokki 15 ára og yngri, báðir með 6 vinninga en Björn var heppnari með andstæðinga og því sæti ofar í heildarmyndinni.

Norðlendingurinn Tómas Veigar Sigurðarson (Eggid) varð efstur í undir 2100 stiga flokki með 6.5 vinninga og Davíðsbaninn Arnaldur Loftsson (Sonofair) varð í öðru sæti með 6 vinninga.

TR’ingurinn Gauti Páll Jónsson (ryksuguskyr) hreppti efsta sætið í undir 1800 stiga flokki með 5 vinninga og Ingvar Örn Birgisson, sem einnig hlaut 5 vinninga en var með heldur lakari andstæðinga, varð í öðru sæti.

Huginn óskar sigurvegurunum til hamingju og þakkar öllum fyrir þátttökuna og hlakkar til að halda 21. Íslandsmótið í netskák árið 2016!

 

Íslandsmeistarar í netskák

  • 2015 – Davíð Kjartansson
  • 2014 – Davíð Kjartansson
  • 2013 – Bragi Þorfinnsson
  • 2012 – Davíð Kjartansson
  • 2011 – Davíð Kjartansson
  • 2010 – Davíð Kjartansson
  • 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
  • 2008 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2007 – Stefán Kristjánsson
  • 2006 – Snorri G. Bergsson
  • 2005 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 – Stefán Kristjánsson
  • 2003 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2002 – Arnar E. Gunnarsson
  • 2001 – Helgi Áss Grétarsson
  • 2000 – Stefán Kristjánsson
  • 1999 – Davíð Kjartansson
  • 1998 – Róbert Lagerman
  • 1997 – Benedikt Jónasson
  • 1996 – Þráinn Vigfússon