Dawid Kolka sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 1. febrúar sl. með 4,5v af fimm mögulegum. Það var Heimir Páll Ragnarsson sem náði í jafnteflið. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og þriðji var Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v. Í yngri flokki var Adam Omarsson efstur með 5,5v af sex mögulegum. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 5 og þriðja sæti var Þórdís Agla Jóhannsdóttir með 4,5v. Þetta sinn var ekki dæmi í eldri flokki heldur var það í yngri flokki og haft þannig að það hentaði þeim, Flestir þeir sem glímdu við dæmið höfðu það rétt og fengu einn vinning fyrir.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Stefán Orri Davíðsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Ívar Lúðvíksson, Sölvi Már Þórðarson, Daníel Guðjónsson, Frank Gerritsen, Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Esther Lind Valdimarsdóttir, Lára Björk Bjarkadóttir, Brynja Stefánsdóttir, Andri Hrannar Elvarsson, Björgvin Hafliði Atlason, Eiríkur Þór Jónsson, Heiður Þórey Atladóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Emil Sær Birgisson.
Næsta æfing verður mánudaginn 8. febrúar 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
