19 ungir skákmenn mættu til leiks á Huginsæfingu í Mjóddinni þann 22. september sl. Vigfús var mættur á æfinguna en var varla búinn að ná sér eftir EM taflfélaga og ferð í Þríhnjúkagíg fyrr um daginn svo æfingin var að mestu í umsjón Erlu.
Á æfingunni var hópnum skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika. Dawid Kolka sigraði í eldri flokki með 4,5v úr fimm skákum. Síðan komu þrír skákmenn jafnir með 3,5v en það voru Felix Steinþórsson, Aron Þór Maí og Heimir Páll Ragnarsson. Eftir stigaútreikning hlaut Felix annað sætið, Aron Þór þriðja sætið og Heimir Páll það fjórða. Í yngri flokki sigraði Alexander Már Bjarnþórsson með 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Annar varð Brynjar Haraldsson með 4,5 vinninga. Mikil barátta var um þriðja sætið þar sem Gabríel Sær Bjarnþórsson og Baltasar Máni Wedholm voru báðir með 3,5v og jafnir í fyrsta og öðrum stigaútreikningi. Í þriðja stigaútreikningi skildi á milli og Gabríel fékk þriðja sætið og Baltasar það fjórða.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Aron Þór Mai, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Alexander Mai, Alexander Jóhannesson, Birgir Ívarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Brynjar Haraldsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm, Birgir Logi Steinþórsson, Arnar Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Þórdís Agla Jóhannsdóttir.
Næsta æfing verður svo mánudaginn 29. september nk. og hefst kl. 17.15 og verður þá einnig skipt í tvo flokka. Stelpuæfingarnar eru á hverjum miðvikudegi kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.