Dawid og Alexander Már sigruðu örugglega í eldri og yngri flokk á æfingu þann 10. nóvember sl. Alexander Már fékk meira að segja 7v úr 6 skákum ! Ástæðan var sú að það var gefin auka vinningur fyrir rétt svar við skákþraut á æfingunni. Það voru gerðar meiri kröfur í eldri flokki til svarsins en í yngri flokki. Það voru fjórir með rétt svar en það voru auk Alexanders þeir Óttar Örn, Alec og Stefán Orri. Í yngri flokki var Óttar Örn annar með 5v og í þriðja sætinu náði Arnar með 4v og einu stigi meira en Adam sem einnig var með 4v. Í eldri flokki voru Alec Elías og Heimir Páll jafnir með 4 vinninga og Alec því þriðji. Það kom sér því vel fyrir hann að hafa leyst þrautina.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Alec Elías Sigurðarson, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Atli Mar Baldursson og Oddur Þór Unnsteinsson, Baltasar Máni Wedholm, Alexander Már Bjarnþórsson, Óttar Örn Bergmann, Arnar Jónsson, Adam Omarsson, Baltasar Máni Wedholm, Ísak Orri Karlsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Karítas Jónsdóttir og Róbert Antionio V. Róbertsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 17. nóvember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
