Dawid og Brynjar efstir á æfingu

Á æfingunni sem haldin var 18. nóvember sl. var farið skipt í hópa fengist við ýmis viðfangsefni skákarinnar. Alec Elías, Heimir Páll og Dawid fóru í spánska leikinn,  enska leikinn og caro can hver með sinn hóp og síðan voru Lenka og Erla með dæmahóp. Þegar æfingin var hálfnuð voru pizzurnar sóttar og þegar þær voru búnar var fyrst teflt. Umhugsunartíminn var því í styttra lagi eða 5 mínútur og aðeins tefldar 4 umferðir.

Í eldri flokki sigraði Dawid Kolka með fullu húsi eða 4v. Annar varð varð Felix Steinþórsson með 3v og 10 stig, þriðja sætinu náði svo Heimir Páll Ragnarsson með 3v og 7 stig eins og Alec Elías Sigurðarson og þurfti bráðabana til að skilja á milli þeirra. Birgir Ívarsson kom svo næstur einnig með 3v en 6 stig.

Í yngri flokki var Brynjar Haraldsson efstur með 4v eða fullt hús. Jafnir í öðru og þriðja sæti voru Stefán Orri Davíðsson og Ívar Andri Hannesson með 3v og þeir voru einnig jafnir á stigum svo þeir tefldu eina skák um silfrið og bronsið og þar hafði Stefán Orri betur.

Þátttakendur að þessu sinni voru: Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Birgir Ívarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Axel Óli Sigurjónsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Hilmir Hrafnsson, Halldór Atli Kristjánsson, Jón Otti Sigurjónsson, Andri Gylfason, Sigurjón Daði Harðarson, Egill Úlfarsson, Sigurjón Bjarki Blumenstein, Brynjar Haraldsson, Stefán Orri Davíðsson, Ívar Andri Hannesson, Adam Ómarsson, Sævar Breki Snorrason og Aron Kristinn Jónsson.

Næsta æfing verður svo mánudaginn 25. nóvember nk. og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir aldri og stigum. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Dæmatímar fyrir félagsmenn eru svo í gangi og er þar búið að klára eina umferð og byrjar önnur umferð næsta laugardag 23. nóvember.