Dawid Kolka og Heimir Páll Ragnarsson voru efstir og jafnir með 4v af 5 mögulegum á æfingunni sem haldin var í Mjóddinni þann 9. nóvember sl. Dawid var hins vegar hálfu stigi hærri og fékk 1. sætið og Heimir Páll varð annar. Það þurfti líka stigaútreikning til að skera úr um 3. sætið en þeir Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson og Óttar Örn Bergmann voru allir með 3,5v en aftur munaði bara hálfu stigi og Óskar fékk 3. sætið. Í yngri flokki vann Ester Lind Valdimarsdótttir örugglea með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum. Þórdís Agla Jóhannsdóttir og Kristófer Stefánsson kom næst með 4v og Þórdís hlaut 2. sætið og Kristófer það þriðja eftir tvöfaldan stigaútreikning..
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Stefán Orri Davíðsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Stefán Karl Stefánsson, Hálfdan Matthíasson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Jökull Davíðsson, Elín Edda Jóhannsdóttir, Elfar Ingi Þorsteinsson, Sölvi Már Þórðarson, Viktor Már Guðmundsson, Ester Lind Valdimarsdóttir, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Kristófer Stefánsson, Eiríkur Þór Jónsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Bergþóra Rúnarsdóttti, Emil Sær Birgisson, Atli Róbertsson og Ólafur Björgvin Bæringsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 16. nóvember og hefst kl. 17.15 en verður í styttra lagi vegna EM landsliði í Laugardalhöllinni.. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
