Dawid Kolka byrjaði nýja árið eins og hann endaði það síðasta með því vinna eldri flokkinn á Huginsæfingunni þann 4. janúar 2016 með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og þriðji var Stefán Orri Davíðsson með 3v eins og reyndar einnig Baltasar Máni, Viktor Már og Elfar Ingi en Stefán var hærri á stigum. Í yngri flokki voru Jósef Omarsson og Einar Dagur Brynjarsson efstir með 4v af fimm mögulegum en Jósef var hærri á stigum. Þriðja var svo Lára Bjarkadóttir með 2,5v
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm, Viktor Már Guðmundsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Adam Omarsson, Frank Gerritsen, Ívar Lúðvíksson, Jósef Omarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Lára Bjarkadóttir, Brynja Stefánsdóttir, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir og Sigurður Rúnar Gunnarsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 11. janúar 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
