Dawid Kolka vann eldri flokkinn á æfingu sem haldin var 22. febrúar sl. með fullu húsi 6v af sex mögulegum.Dawid vann þær fimm skákir sem hann tefldi og leysti dæmið á æfingunni og bætti þannig einum vinningi við. Í öðru sæti var Stefán Orri Davíðsson með 4,5v, Næstir komu Ísak Orri Karlsson og Frank Gerritsen með 4v en Ísak Orri var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið en Frank það fjórða.
Í yngri flokki var Óttar Örn Bergmann Sigfússon efstur með 6,5v af sjö mögulegum. Óttar Örn fékk 5,5v af sex mögulegum út úr skákum æfingarinnar og leysti að auki dæmið í yngri flokki rétt. Annar var Adam Omarsson með 6v og þriðji var Rayan Sharifa með 5,5v.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Frank Gerritsen, Ívar Lúðvíksson, Sölvi Már Þórðarson, Viktor Már Guðmundsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Daníel Guðjónsson, Ólafur Helgason, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson, Eiríkur Þór Jónsson, Einar Dagur Brynjarsson, Brynja Stefánsdóttir, Heiður Þórey Atladóttir, Björgvin Atlason og Josef Omarsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 29. febrúar 2016 og hefst kl. 17.15. Auk þess að vera hefðbundin æfing verður næsta æfing einnig forkeppni fyrir Reykjvik Barna-Blitz sem verður i Hörpunni meðan á Reykjavikurskákmótinu stendur. Tveir efstu sem hafa þátttökurétt komast í úrslitin. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
