3.11.2012 kl. 10:38
Einar Hjalti efstur á skákþingi Garðabæjar
Önnur umferð Skákþings Garðabæjar fór fram í vikunni. Einar Hjalti Jensson vann Þóri Benediktsson (1939) í fyrstu umferð og Jóhann Ragnarsson (2081) í annari umferð og er efstur með fullt hús.

Einar Hjalti Jensson teflir við Sigurð Daða Sigfússon á Framsýnarmótinu 2012
Úrslit 2. umferðar má finna hér, stöðu mótsins má finna hér og röðun 3. umferðar sem fram fer á fimmtudagskvöld má finna hér.
Í b-flokki eru Óskar Víkingar Davíðsson, Bjarki Arnaldarson, Kári Georgsson og Bjarni Þór Guðmundsson efstir með fullt hús. Nánari upplýsingar um b-flokkinn má finna á Chess-Results.
