Erlingur efstur á lokaæfingu ársins.

Erlingur þorsteinsson varð efstur á síðustu skákæfingu ársins, sem fram fór í gærkvöld á Húsavík. Hann fékk 5 vinninga af 5 mögulegum. Tefldar voru 5 umferðir eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín.

Úrslit kvöldsins:

1.    Erlingur Þorsteinsson        5 vinn af 5 mögul.
2.    Smári Sigurðsson              4
3-4. Hermann Aðalsteinsson    3
3-4. Sigurbjörn Ásmundsson    3
5.    Valur Heiðar Einarsson      2,5
6-8. Sighvatur karlsson            2
6-8. Heimir Bessason               2
6-8. Snorri Hallgrímsson           2
9.    Hlynur Snær Viðarsson      1,5

Að lokinni æfingunni var Erlingur kvaddur og honum þakkað fyrir veturinn. Þetta var síðasta skákæfingin sem hann mætir á hjá félaginu því hann er að flytja suður. Erlingi tókst að komast ósigraður frá skákæfingum félagsins í vetur, en margir kræktu þó í jafntefli gegn honum.

Næsti viðburður hjá Goðanum er hraðskámótið sem haldið verður á Húsavík 28 desember, en það verður auglýst nánar síðar. H.A.