26.11.2011 kl. 20:09
Einar Hjalti komst í úrslit.
Hjörvar Steinn Grétarsson (2452) varð efstur í undankeppni
Íslandsmótsins í skák sem lauk í dag. Hjörvar hlaut 6,5 vinning í 7
skákum. Einar Hjalti Jensson (2236) varð annar, Guðmundur Gíslason
(2318) þriðji og Björn Þorfinnsson (2402). Þessir fjórir komust þar með
í úrslitakeppni Íslandsmótsins en undanúrslit fara fram á morgun.
Í undanúrslitum mætast Hjörvar-Björn og Einar-Guðmundur. Úrslitakeppnin hefst kl. 14 og fer fram í SÍ. Áhorfendur velkomnir.
Lokastöðu undanrása má finna á Chess-Results.
