13.1.2013 kl. 21:00
Einar Hjalti með fullt hús á Kornax-mótinu
Einar Hjalti Jensson (2301) er efstur með fullt hús að lokinni 4. umferð KORNAX-mótsins – Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í dag. Einar vann Lenku Ptácníková (2281). Fimm skákmenn koma næstir með 3,5 vinning.

Einni skák úr 4. umferð er frestað og því liggur pörun fimmtu umferðar ekki fyrir en parað verður annað kvöld.
Öll úrslit 4. umferðar má finna hér.
Stöðu mótsins má finna hér.
