28.3.2014 kl. 03:19
Einar Hjalti sigraði aftur á hraðkvöldi
Einar Hjalti Jensson sigraði örugglega á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 24. mars sl. Einar Hjalti sigraði alla andstæðinga eins og á síðasta hraðkvöldi og vann hraðkvöldið örugglega með 9v. Kristófer Ómarsson varð annar með 7,5v og þriðji varð Vigfús Ó. Vigfússon með 6,5v. Einar Hjalti dró svo í lok hraðkvöldsins Björgvin Kristbergsson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.
Næsta æfing í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 31. mars kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Einar Hjalti Jensson | 9 | 28 | 22 | 28 |
| 2 | Kristófer Ómarsson | 7,5 | 30 | 22 | 18,8 |
| 3 | Vigfús Vigfússon | 6,5 | 31 | 23 | 14,8 |
| 4 | Gunnar Nikulásson | 5,5 | 32 | 24 | 10,8 |
| 5 | Hörður Jónasson | 5,5 | 32 | 24 | 10,3 |
| 6 | Hjálmar Sigurvaldason | 4,5 | 33 | 25 | 5,75 |
| 7 | Finnur Kr. Finnsson | 3,5 | 34 | 26 | 3,25 |
| 8 | Björgvin Kristbergsson | 2 | 35 | 27 | 0 |
| 9 | Sindri Snær Kristófersson | 1 | 36 | 28 | 0 |
