Daníel og Hlynur sýslumeistarar.

Daníel Örn Baldvinsson og Hlynur Snær Viðarsson urðu í dag Þingeyjarsýslu-meistarar í skólaskák. Daníel sigraði í eldri flokki og vann alla sína andstæðinga, en Hlynur vann yngri flokkinn með því að vinna alla í yngri flokknum en hann tapaði fyrir Daníel og Benedikt úr eldri flokknum.   Alls tóku 6 keppendur þátt í mótinu og komu þeir úr Borgarhólsskóla á Húsavík og Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.  Úrslit urðu eftirfarandi:

1. Daníel Örn Baldvinsson      Reykjahlíðarskóla    5  vinningar.  (1. sæti í eldri flokki.)

2. Benedikt Þór Jóhannsson   Borgarhólsskóla      4                   (2. sæti í eldri flokki.)

3. Hlynur Snær Viðarsson       Borgarhólsskóla      3                     (1. sæti í yngri flokki.)

4. Valur Heiðar Einarsson      Borgarhólsskóla       1,5                  (2. sæti í yngri flokki.)

5. Pétur Ingvi Gunnarsson     Reykjahlíðarskóla      1                    (3. sæti í yngri flokki.)

6. Ágúst Már Gunnlaugsson   Borgarhólsskóla       0,5

Daníel, Benedikt, Hlynur og Valur verða því fulltrúar Þingeyinga á kjördæmismótinu í skólaskák. Ekki er búið að ákveða hvenær kjördæmismótið fer fram.

Myndir úr sýslumótinu verða birtar hér fljótlega. H.A.