11.12.2011 kl. 21:01
Einherjar í öðru sæti á Atskákmót Icelandair.
Sigurður Daði Sigfússon, Einar Hjalti Jensson, Kristján Eðvarðsson og Jón Trausti Harðarson, sem skipuðu lið Einherja, urðu í öðru sæti á Atskákmóti Icelandair sem lauk síðdegis í dag. Þeir félagar lönduðu 45,5 vinningum. Glæsilegt hjá þeim félögum.
Þeir félagar fengu allir í verðlaun út að borða fyrir tvo á veitingastað.
Sveit sem kallaði sig Unglingurinn og lyfjafræðingurinn unnu mótið með 47 vinningum.

Mynd tekin ófrjálsri hendi af skák.is.Einarherjar vs SA.
Kristján Eðvarðsson landaði 12 vinningum á 3. borði. Sigurður Daði landaði 11,5 vinningum á 1. borði og Einar Hjalti (2. borð) og Jón Trausti 4. borð lönduðu 11 vinningum hvor.
Afar jöfn frammistaða hjá þeim félögum sem skilaði þeim öðru sætin.
Tómas Björnsson fékk 7 vinninga í liði Kórund Kort sem endaði í 12. sæti með 32,5 vinninga. Lið Hlíðars Þórs Hreinssonar, Berserkir, endaði í 8. sæti með 40 vinninga, en Hlíðar Þór tefldi ekkert í dag.
Lokastöðuna má finna á Chess-Results.
