10.12.2011 kl. 22:12
Atskákmót Icelandair. Einherjar í 6. sæti eftir fyrri keppnisdag.
Fyrstu níu umferðirnar á Atskákmóti Icelandair fóru fram í
magnþrungnu andrúmslofti í Hótel Natura (Loftleiðum) í dag. Keppnin er
afar jöfn og spennandi og aðeins munar 5,5 vinningi á efstu sveitinni og
sveitinni í 11. sæti. Sveitirnar Who Keres og Heiðursmenn leiða með
25 vinning af 36 mögulegum. Three Burritos & One Pink Taco er í 3.
sæti með 24,5 vinning.
Einherjar eru í 6. sæti með 22,5 vinninga en sveit Einherja skipa Goðamennirnir Sigurður Daði Sigfússon, Einar Hjalti Jensson og Kristján Eðvarðsson, auk Jóns Trausta Harðarsonar.
Tómas Björnsson teflir fyrir Kórund Kort sem er í 13. sæti með 14 vinninga og Hlíðar Þór Hreinsson teflir fyrir sveit sem kallast Berserkir sem eru í 8. sæti með 21,5 vinninga. Hlíðar tefldi aðeins tvær skákir en vann þær báðar.
Alls taka 18 lið þátt í mótinu og tefldar verða alls 17 umferðir. Tefldar eru 15 mín skákir.
Mótinu verður framhaldið á morgun.
Stöðuna má finna á Chess-Results.