Eiríkur Björnsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 6. júní sl. Eiríkur vann hraðkvöldið með fullu húsi 6v í sex skákum og er þetta í þriðja sinn í röð sem sigurvegarinn leggur alla andstæðinga sína að velli. Annar var Vigfús Ó. Vigfússon með 5v. Eiríkur og Vigfús mætust í spennandi skák í lokaumferðinni þar sem Vigfús náði ekki að klár fórnina sem hann var byrjaður á þrátt fyrir nægan tíma. Þá gekk Eiríkur á lagið og kláraði dæmið. Þriðji var svo Hjálmar Sigurvaldason með 4v. Eiríkur dró Hjálmar Sigurvaldason í happdrættinu. Eiríkur valdi úttekt hjá Saffran en Hjálmar valdi pizzumiða frá Dominos. Hlé verður gert á þessum skákkvöldum í sumar en þráðurinn tekinn upp næsta haust.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Eiríkur Björnsson, 6v/6
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5v
- Hjálmar Sigurvaldason, 4v
- Jón Úlfljótsson, 3v
- Finnur Kr. Finnsson 2v
- Hörður Jónasson, 1v
- Björgvin Kristbergsson
Úrslitin í chess-results