5.5.2012 kl. 20:06
Ekki bara teflt á Landsmótinu.
Það er ekki bara teflt á Landsmótinu í skólaskák sem stendur yfir í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Ýmislegt annað hefur staðið keppendum til boða. Í gær var skroppið í fjós og fjárhús á Stórutjarnabúinu. Í gærkvöld var boðið uppá bogfimi fyrir keppendur og í dag var svo skroppið í Dalakofann á Laugum og horft á fótbolta. Gunnar Björnsson forseti SÍ og Stefán Bergsson frá Skákakademíunni komu í heimsókn í dag og verða viðstaddir þangað til mótinu lýkur.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru í gær og í dag.
Sjá fleiri í myndaalbúmi hér til hægri á síðunni.

Keppendur bragða á mjólk beint úr kúnni á Stórutjörnum.

Skotið í mark með boga.

Í Dalakofanum á Laugum í dag. Sumir þoldu ekki spennuna.

Gunnar Björnsson forzeti S.Í. var pollrólegur í Dalakofanum.
