Elfar Ingi Þorsteinsson og Batel Goitom Haile voru efst og jöfn á Huginsæfingu sem haldin var 19. mars sl. Bæði fengu 4v í fimm  skákum. Þau tefldu ekki saman en Elfar tapaði fyrir Rayan og Batel fyrir Óttari. Elfar náði svo fyrsa sætinu á hálfu stigi meira en Batel sem varð önnur. Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa komu næstir með 3,5v og hér var Óttar Örn einu stigi hærri og hlaut þriðja sætið.

Á þessari æfingu var einnig yngri flokkur og þar var Árni Benediktsson efstur með 5v af sex mögulegum. Siðar komu jafnir Brynjólfur Yan Brynjólfsson og Sigurður Rúnar Gunnarsson með 4v og hér var Brynjólfur með stigi meira og hlaut annað sætið og Sigurður Rúnar varð þriðji..Þessi þrír eru ekki alveg ókunnugir því að vera í efstu sætum í yngri flokknum í vetur.

 

Í æfingunni tóku þátt: Elfar Ingi Þorsteinsson, Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Viktor Már Guðmundsson, Einar Dagur Brynjarsson, Roman Thudov, Árni Benediktsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Gabriela Veitonite, Wihbet Goitom Haile, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Davíð Már Aðalbjörnsson og Nathan Gísli.

Næsta mánudag 26. mars 2018 verður páskaeggjamót Hugins og hefst það aðeins fyrr en venjuleg æfing eða kl. 17.00 og lýkur um kl. 19.30. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.