9.11.2013 kl. 11:06
Elsa María sigraði á hraðkvöldi
Elsa María Kristínardóttir sigraði örugglega með fullu húsi á hraðkvöldi GM Hellis suðursvæði sem fram fór 4. nóvember. Það voru níu keppendur sem mættu til leiks og tefldu allir við alla svo það voru 9v sem komu í hús hjá Elsu Maríu að skottu meðtalinni. Elsa María fer því með sinn fyrsta sigur á hraðkvöldi í vetur í farteskinu á EM landsliða sem hefst 8. nóvember. Annar var Vignir Vatnar Stefánsson með 7v og síðan komu Hermann Ragnarsson, Ólafur Guðmarsson og Vigfús Ó. Vigfússson með 5,5v. Elsa María dró svo Björn Hólm í happdrættinu og fengu þau bæði gjafamiða á Saffran.
Næsta skákkvöld í Hellisheimilinu verður mánudaginn 11. nóvember kl. 19.30. Þá verður Atskákmót Reykjavíkur og Atskákmót GM Hellis.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
1. Elsa María Kristínardóttir 9v/9
2. Vignir Vatnar Stefánsson 7v
3. Hermann Ragnarsson 5,5v
4. Ólafur Guðmarsson 5,5v
5. Vigfús Ó. Vigfússon 5,5v
6. Björn Hólm Birkisson 3,5v
7. Bárður Örn Birkisson 3,5v
8. Björgvin Kristbergsson 3v
9. Gunnar Nikulásson 2,5v
