Elsa María sigraði á hraðkvöldi Hugins

Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 2. júní. Elsa María fékk 6v í sjö skákum og voru það Jón Úlfljótsson og Vigfús sem náðu jafntefli. Annar varð Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v en auk þess að gera jafntefli við Elsu Maríu tók hann upp á því að tapa fyrir Kristni Jens sem sagðist myndu ganga ánægður til náða eftir það verk og sofa vel. Þriðji var svo Jón Úlfljótsson með 5v. Í lok hraðkvöldsins dró svo Elsa María Sindra Snæ í happdrættinu og fengu þau bæði gjafamiða á Saffran.

Næsti viðurburður í Mjóddinni er Mjóddarskákmótið sem verður 14. maí í göngugötunni en næsta æfing í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a verður mánudaginn 16. júní kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld. Það verður lokaæfing fyrir sumarhlé.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

1.  Elsa María Kristínardóttir        6v/7

2.  Vigfús Ó. Vigfússon                5,5v

3.  Jón Úlfljótsson                        5v

4.  Kristófer Ómarsson                4,5v

5.  Kristinn Jens Bjartmarsson     4,5v

6.  Gunnar Nikulásson                 4,5v

7.  Aron Þór Maí                           3,5v

8.  Sindri Snær Kristófersson       3v

9.  Hjálmar Sigurvaldason           3v

10. Gunnar Friðrik Ingibergsson  3v

11. Hörður Jónasson                    2,5v

12. Alexander Oliver Maí              2,5v

13. Stefán Orri Davíðsson            1,5v