Vigfús Vigfússon skrifar.

Við mættum Rússneskri súpersveit í dag Malakhite sem er með 2. varamann sem hefði verið á öðru borði hjá okkur en allir aðrir í sveitinni hefðu verið á fyrsta borði. Við vorum akveðnir að gera okkar besta og selja okkur dýrt. Við töldum að þeir væru sattir við jafntefli á fyrstu 2 borðunum en hin borðin ætluðu þeir sér að vinna undir öllum kringumstædum.

Em 2. umf
Hlíðar, Einar og Þröstur

Þegar jafntefli eru bönnuð fyrr en eftir 40 leiki eins og í þessu móti er ekki um nein taktísk jafntefli að ræða heldur verður ad tefla skákina þannig að þad var barist á öllum borðum. Þeir stilltu nánast upp sínu sterkasta liði en þad voru 6.borðsmaðurinn og 2 varamaður sem voru á bekknum hjá þeim. Gawain var með hvítt á fyrsta borði og fékk upp stoðu sem hann var búinn að skoða og taldi nokkud líklegt að gæti komið upp. Það sást líka á timanum eftir 15 leiki en þá kom Karjakin med Bf2 sem Gawain vissi að var í nótunum hjá honum en hann kom framhaldinu ekki alveg nákvæmlega fyrir sig. Upp ír því fékk Karjakin betri stöðu. Gawain bauð honum mann sem ekki var þeginn enda hefði hann þá fengið sterkt miðborð og vænlega stoðu. Eftir það fjaraði skákin út i jafntefli.

Robin glímdi við Grischuk og var kominn með eitthvað lakari stöðu þegar hann seildist eftir peði á a línunni. Í framhaldinu urðu menn svarts mjög virkir og staða Robins erfið. Hann sigldi samt skákinni í jafntefli sem kannski var ólöglegt jafntefli skv. reglunum þvi þeir sömdu jafntefli eftir 40 leik hvíts en svartur hafði ekki klárað sinn 40 leik. Enginn hefur hins vegar gert athugasemdir við þessa afgreiðslu. Skorblöðin voru undirrituð, skákstjóri tók við þeim og leiksskýrslan var undrrituð .

Þröstur tefldi vid Leko og staða Þrastar leit lengi vel þokkalega út þótt andstæðingurinn væri med þægilegri stöðu. Þessir 2700 kallar finna oftast einhverjar leiðir til ad halda þessu gangandi. Leko gerði svo út um skákina eftir smá mistök hjá Þresti i vörninni.

Baksvipurinn á Shirov. Ekki náðist betri mynd af hobum í gær
Baksvipurinn á Shirov. Ekki náðist betri mynd af hobum í gær

Þá er komið að Einari Hjalta en honum tokst að koma Shirov í stöðu sem hann kunni alls ekki vð. Staða Einars Hjalta varð nokkuð snemma vænleg og þad mátti sjá Shirov engjast sundur og saman mest alla skákina. Hægt hefði verið að ná miklu betri myndum af honum heldur er birst hafa á netinu af þessu tilefni því hann faldi andlitið i höndum sér hvað eftir annað meðan á skákinni stóð. Eftir að Einar vinnur peðið á d6 er staða hans unnin en þad er mikil úrvinnsla eftir og mikill tími fór í að reikna út allar leidir og gæta að þvi að enginn trikk væru í stöðunni. Eflaust hefði Einar Hjalti teflt mun hraðar ef hann hefði verid að tefla við venjulegan íslenskan skákmann en þegar 2700 stiga maður er fastur á önglinum þá þarf að gæta að hverju skrefi. Þad saxaðist á tíma Einars svo hann var í verulegu tímahraki siðustu 5-10 leikina fyrir 40 leik. Þegar hann lék með 1 sekúndu á klukkunni varð mér ekki um sel, en sem betur fer fór þá Sirov að hugsa líka svo sigrunum var landað á vandaðan hátt. Eftir að viðureignin var afstaðin bar Sirov hlutskipti sitt med æðruleysi og var hinn viðkunnanlegasti.

Hlídar tefldi við Malakhov stöðu sem hann og Einar Hjalti hofðu farið yfir heima og töldu að væri vel teflanleg fyrir svartan. Hlídar missti af því að leika d5 á réttum tíma og eftir þad er staðan þröng en alls ekki vonlaus fyrr en Hlídar sleppir þvi að skipta sjálfur upp á seinni hrókunum, eftir þad er allt búið.

Magnús fekk Igor Lysyj og þad sást á honum að hann vildi helst vera að gera eitthvad allt annað en tefla við Magnús því hann geispaði ákaft megnið af skákinni. Magnús barðist eins og ljón allan tímann og ég hélt lengi í vonina að eitthvað gæti komið út úr þessu jafnvel þótt geysparanum hafi tekist að véla af honum peð jafnframt því sem peðið var veikt. Magnús á eftir að slá þessu inn í tölvuna þannig að við vitum ekki nákvæmlega hvenær staðan varð töpuð en þad hefur líklega verið fljótlega eftir peðstapið.

Þad er ekki oft sem maður er sátttur við að tapa en í þetta sinn vorum við mjög sáttir við 4-2 á móti þessari sveit. Á morgun (í dag) keppum við hinn þekkta fótbolta klúbb Werder Bremen sem hefur líka á að skipa þéttri skáksveit. Vid erum samt stigahærri á öllum borðum nema því 5. Aðalmálið er því að vinna þá viðureign. Ef meira býðst er málið að grípa það.

Vigfús Ó Vigfússon